Guð minn almáttugur.

Vöruskortur hvað er þetta, er ekki til nóg af drasli hérna á íslandi?

Eða hvað þurfum við að vera með H&M búðirnar og allt þetta nýjasta nýtt í tískunni svo er náttla ekki mönnum bjóðandi að nýjasti i-podinn sé ekki kominn í búðir hér á klakanum er það nokkuð?

Djöfulsins væl er þetta, of margir háðir einhverju tilgangslausu drasli.

Ég hef það bara helvíti fínt á lámarkslaunum ekkert tils að kvarta undan, þó ég geti nú ekki verið að kaupa mér hundraðþúsund króna síma, þá er ég sáttur.


mbl.is Hlupu út í búðirnar í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ummm...

Sannar þetta bara ekki það sem Ögmundur sagði ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 14:09

2 Smámynd: Hilmar Örn

Hef því miður ekki lesið eða heyrt það sem hann sagði, mátt alveg senda mér link á það.

Hilmar Örn, 31.1.2012 kl. 14:25

3 identicon

Ætli hún sé ekki dálítið að tala um hið viðbjóðslega okur á Íslandi.

Epli.is -> Ipod Nano 8GB -> 34.990Kr.

Amazone.com -> IPod Nano 8GB -> $120 x 125Kr -> 15.000Kr.

Það þarf svo sem enginn IPod Nano eða 100.000Kr síma eða nokkuð annað en lífsins nauðsynjar, þ.e.a.s. húsnæði, föt og fæði. Hinsvegar er afar skiljanlegt að fólk kaupi þetta erlendis í stað þess að láta rúa sig innað skinni hér á landi.

Mp3 spilarinn sem ég á (ég til mig þurfa svoleiðis til að hlusta á bókmenntir) er t.d. ekki til á Íslandi (allavega finn ég hann ekki). Hann heitir Sansa Clip, og kostaði 30 Canada dollara sem er um 4.000Kr. Ég held að ég versli svoleiðis erlendis frekar en að kaup iPod Nano hér á landi takk!

Gunnar (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 15:03

4 identicon

Hverfur flutningskosnaður ef Ísland gengur í ESB? Væntalega er svarið NEI.

Hvað skýrir þá þann verðmun sem er á Appel vörum og öðrum innfluttum vörum hér heima og svo erlendis? Tollar og aðrir skattar.

Þá er lausnin: Fellum niður tolla og skatta á vörum.

Einhver gæti sagt að þrátt fyrir það er hér fákeppni á mörgum sviðum. Rétt.

Breytist það við inngöngu í ESB? NEI.

Íslendingum fjölgar ekki snögglega við inngöngu í ESB og því verðum við að búa við það að vera fámennt samfélag þar sem einungis x mörg fyrirtæki munu treysta sér til að keppa á hverju sviði.

Þetta er því mjög einfalt. Þeir sem vilja lægra vöruverð, berjist fyrir afnámi tolla og skatta í stað þess að færa Brussel bæði löggjafar og dómsvald landsins. Glerperlur og vín, á svo vel við.

Andrés (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 15:59

5 identicon

Ég ráðlegg öllum ESB fíklum að lesa þessa grein um barnaþrælkun í (barna)fataiðnaði áður en þau versla aftur í H&M. Verði ykkur að góðu! Má ég þá frekar kjósa Íslenska hönnun.

 http://www.scandasia.com/viewNews.php?news_id=2524&coun_code=ph

Þið hljótið jú öll að kunna reiprennandi ensku þar sem þið eruð að þvælast í Brusselráðinu 

Óháð ESB og Brusselförum þá skil ég ekki sparnaðinn hjá hinum almenna borgara sem flígur erlendis til að versla ódýrt. Hvernig getur það verið ódýrara?

Flugmiðinn, hótelið,veitingahúsin og öll fötin reiknað saman, hlýtur að vera a.m.k. jafn dýrt og að sleppa ferðinni, og versla falleg föt fyrir allann þennan pening hér heima. 

anna (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 16:26

6 identicon

Anna, ESB borgar kostnaðinn!!

Bjorn Emilsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 18:46

7 Smámynd: Elle_

Alveg hárrétt hjá Andrési.  Við gefum ekki fullveldið og löggjafarvaldið yfir til Brussel eða neinna fyrir ódýrari tuskudúkkur eða ódýrara neitt.  Við getum lækkað okkar skatta og tolla sjálf og þurfum ekki Brussel til stjórna landinu okkar, sköttum og tollum. 

Við ættum líka að sleppa að fara til okrara landsins.  Þannig hafa okrarar orðið að lækka verð í öðrum löndum. 

Elle_, 31.1.2012 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

truthseeker

Höfundur

Hilmar Örn
Hilmar Örn
You can't fool all the people all of the time
But if you fool the right ones, then the rest will fall behind.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband